2.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

„Ég kem heim til ykkar og ég kæfi barnið þitt“

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
.

„Ég væri að gera því greiða“

Lögreglustjórinn á Austurlandi, gaf út ákæru á hendur kvenmanni sem áreitti konu með hótunum, með því að hafa mánudaginn 4. maí 2020, hótað konunni með því að segjast ætla að skaða ungt barn hennar. Með eftirfarandi skilaboðum sem hún sendi henni með færslu á samfélagsmiðlinum facebook, en hótanirnar urðu til þess að konan óttaðist um líf, heilbrigði og velferð sína og fjölskyldu sinnar vegna neðangreindra hótana:

  • „Ég hef engu að tapa“
  • „Ég hef misst allt“
  • „Það gerir mig hættulega“
  • „Já þetta er hótun“
  • „Ég kem heim til ykkar og ég kæfi barnið þitt“
  • „Mér er skítsama“
  • „Ég væri að gera því greiða“

Telst brotið varða við 233. gr. almennra hegningarlaga og var Þess er krafist að eltihrellirinn yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Brot ákærðu þykir nægjanlega sannað en það er réttilega heimfært til lagaákvæða í ákæru. Af hálfu ákæruvalds fór með málið Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kvað upp dóminn sem segir að:

Ákærða sæti fangelsi í fjóra mánuði. Fresta skal fullnustu þeirrar refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum ef ákærða heldur almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga