-5.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Fylgi Viðreisnar eykst

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Helstu breytingar á fylgi flokka milli mælinga er að fylgi Viðreisnar eykst um tæplega tvö prósentustig, en næstum 12% segjast myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag. Litlar breytingar eru á fylgi annarra flokka milli mælinga, eða á bilinu 0-1,2 prósentustig.

Tæplega 23% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, nær 17% Samfylkinguna, næstum 13% Vinstri græn, liðlega 11% Pírata, tæplega 10% Framsóknarflokkinn, 8% Miðflokkinn, nær 4% Flokk fólksins og svipað hlutfall Sósíalistaflokkinn.

Nær 10% taka ekki afstöðu eða vilja ekki gefa hana upp og rúmlega 8% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa. Liðlega 59% þeirra sem tóku afstöðu segjast styðja ríkisstjórnina.

Spurt var:
Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa? En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu? Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna? Styður þú ríkisstjórnina?