8.8 C
Reykjavik
Sunnudagur - 5. febrúar 2023
Auglýsing

Helvítis Búsáhaldabyltingin!

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Er ég einn um að finnast sorglegt að hlusta á ákveðin öfl í okkar samfélagi tala niður Búsáhaldabyltinguna og setja hana í samhengi við annars hræðilega skotárás á bíl borgarstjóra og fleiri ódæðisverk? Er ég einn um að finnast þessar tilraunir vera tilraun til þöggunar og vinna þannig gegn málefnalegri gagnrýni og nauðsynlegu aðhaldi á stjórnmálin, sérhagsmunaöflin og aðra sem gegna mikilvægum opinberum stöðum.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR skrifar um þjóðmál í dag

Erum við ekki farin að rugla saman þeim tug þúsundum sem lögðu leið sína niður á Austurvöll með friðsömum hætti, með potta og pönnur, sleifar og könnur til að mótmæla gengdarlausri spillingu í íslensku samfélagi?

Spillingu sem samkvæmt alþjóðlegum mælingum hefur ekki tekist að uppræta, nema að mjög litlu leiti ef þá nokkuð. Erum við virkilega komin á þann stað að bera saman siðrof þings og þjóðar þar sem dæmdir glæpamenn rændu samfélagið innan frá og tóku með sér heila stjórnmálastétt sem var á styrktarspenum þeirra?
Stjórnmálamenn sem þáðu tugmilljónir í styrki frá fyrirtækjum sem settu heilt samfélag á hliðina með glæpum sínum og endaði með skelfilegum afleiðingum?
Stjórnmálaflokkar sem þáðu himinháa styrki sem tryggðu sérhagsmunum það að geta skrifað sínar eigin leikreglur með stuðningi löggjafans?
Ætlum við bara að sætta okkur við að málefnaleg gagnrýni, nauðsynlegt aðhald og réttur okkar til að mótmæla spillingu verði gerður að einhverskonar ofbeldistabú og hatursglæp vegna frávika? Alvarlegra ofbeldismála sem upp hafa komið á síðustu misserum.
Allt réttsýnt og vel innrætt fólk hafnar ofbeldi, hafnar öfgafullri og hatursfullri orðræðu og fordómum.
Ekki dæmum við allt okkar frábæra íþróttafólk ef einn fellur á lyfjaprófi og ekki reiknum við með því að ef einn svindlar að þá geri það allir.
Að sjálfsögðu eigum við að ræða hlutina og rifja upp en þá skulum við gera það með upplýstum og sanngjörnum hætti. Við skulum þá líka tala um samfélagið okkar í dag og þá útskúfun og útilokun sem býr þar innra vegna pólitískra skoðana eða samfélagsstöðu.
Ísland er svo frábært land en hér ríkir kerfi, spillt kerfi, kerfi sem sundrar fólki og stéttum. Kerfi sem sífellt reynir að endurskrifa söguna.
Samfélagið væri líklega fullkomlega laust við allt ofbeldi og hatursfulla orðræðu ef ekki hefði verið fyrir helvítis Búsáhaldabyltinguna!
Það verður fróðlegt að sjá hverju henni verður kennt um næst?