26 íbúar á einni deild hjúkrunarheimilisins Eirar eru smitaðir af covid. Frá þessu er greint á mbl.is. Sex starfsmenn eru líka smitaðir og samtals eru því smitin 32 í heildina.
Í frétt mbl.is segir að þetta sé stærsta hópsmit sem upp hefur komið á Eiri í faraldrinum. Það uppgötvaðist þegar íbúar voru skimaðir eftir að tveir úr þeirra hópi greindust með veiruna. Auk íbúanna 26 eru sex starfsmenn smitaðir og þurfa að fara í einangrun.
Umræða