Í þessu meistaraverki Tennessee Williams kemur fjölskylda saman til að fagna stórafmæli föðurins, en þegar líða tekur á kvöldið er fögnuðurinn fljótur að snúast upp í andhverfu sína.
Erfðadeilur, sálarflækjur og kynferðisleg spenna leiða persónur verksins á tilfinningaleg jarðsprengjusvæði, þar sem baráttan fyrir tilverunni, frelsinu og sannleikanum tekur yfir. Hvað erum við tilbúin að gera til að horfast ekki í augu við raunveruleikann?
Fréttatíminn gefur leikurum fimm stjörnur fyrir glæsilegan og vandaðan leik, varla er hægt að gera upp á milli leikara í þessu stórmerkilega sígilda verki. Vegna þess að hver og einn þeirra sýndi stórleik í þessu dramatíska verki þar sem virkilega reynir á leikarana að koma hlutverkum sínum vel til skila.
Það vakti athygli hversu mikill kraftur og einbeiting var í leikhópnum að túlka persónur af mikilli einlægni og raunverulegri ,,passion.“ fyrir hlutverkum sínum. Návíkgið við leikarana á Litla sviðinu gerir leikverkið auk þess enn raunverulegra fyrir áhorfendur. Þessi sýning er stórkostleg og enginn ætti að láta hana fram hjá sér fara og áhorfendur í sal voru yfir sig hrifnir. Áhugasamir geta nálgast miða HÉR.
Þorleifur Örn er þekktur fyrir umfangsmiklar sýningar og listræn stórvirki, en í þetta sinn tekst hann á við sígilt verk með innilegri nálgun og mögnuðum leikhópi. Þetta magnaða verðlaunaverk hefur aðeins einu sinni áður verið sett á svið í atvinnuleikhúsi á Íslandi en um fádæma vinsældir þess þarf ekki að fjölyrða.
Leikarar eru : Maggie: Ásthildur Úa Sigurðardóttir. Brick: Sigurður Ingvarsson. Stóri pabbi: Hilmir Snær Guðnason. Stóra mamma: Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Gooper: Hákon Jóhannesson. Mae: Heiðdís C. Hlynsdóttir. Séra Tooker: Halldór Gylfason
Köttur á heitu blikkþaki – leikskrá