Gert er ráð fyrir áframhaldandi óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austfjörðum til mánudags. Viðbúnaður á tilteknum svæðum, á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði sem kynntur var í gær, er þó úr gildi fallinn.
Meðan óvissustig varir eru Vegfarendur og ferðamenn sem fyrr hvattir til að sýna aðgæslu á stöðum þar sem grjót getur fallið og nærri vatnsfarvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður.
Óvissustigi aflétt á Sunnanverðum Vestfjörðum
Veðurstofan hefur nú aflétt viðbúnaði á Sunnanverðum Vestfjörðum.
Veður er orðið mun betra og aðstæður sömuleiðis. Ekki er talin hætta á krapaflóði úr Stakkagili lengur.
Íbúar í ákveðnum húsum nærri farveginum var heimilað að halda heim um hádegið í dag, en húsin voru rýmd í gærkveldi af öryggisástæðum.
Umræða