Lögreglan var kölluð til á tvö heimili í nótt vegna heimilisofbeldismála, í öðru tilfellinu var gerandinn vistaður í fangageymslu og er hitt málið í rannsókn lögreglunnar.
Þá var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum en maður var þar skallaður í andlitið og gerandi flúði af vettvangi og málið er í rannsókn.
Dyravörður var i vandræðum með aðila inn á veitingastað í Hafnarfirði og þegar að lögreglan mætti á staðinn og hafði leyst málið, kom í ljós að fleiri dyraverði vantaði til að halda uppi reglu á staðnum.
Mikið var um ölvunar og fíkniefnaakstur á Höfuðborgarsvæðinu í nótt og hafði lögregla í nógu að snúast vegna slíkra mála auk þess sem að ýmis önnur mál komu til kasta hennar vegna vímuefnanotkunnar.
Umræða