Hvassahraun er á virku eldfjallasvæði sem gæti gosið með litlum eða engum fyrirvara

Hvassahraun er á virku eldfjallasvæði sem gæti gosið með litlum eða engum fyrirvara með tilheyrandi hörmungum. Hvassahraun er á Reykjanesskaga og tilheyrir Krísuvíkurkerfinu og er á mörkum Hafnarfjarðar.

Í flugvallarskýrslu Hafnfirðingsins Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og Dags B. Eggertsonar Samfylkingarmanns og borgarstjórans í Reykjavík kemur fram að hraun sem myndu ógna flugvallarstæði í Hvassahraunslandi myndu koma upp í Krýsuvíkurkerfinu. Miklar líkur eru samt á að aldir líði áður en Krýsuvíkurkerfið rumskar næst.


Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn vill hafa Reykjavíkurflugvöll áfram í Borginni og stækka og betrumbæta flugvöllinn í Vatnsmýrinni og gera landfyllingu ef nauðsynlegt þykir.
Það er lífsnausynlegt fyrir landsbyggðina og öryggi allra Íslendinga að hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er.
Umræða