Hugleiðingar veðurfræðings
Allmikil hæð er yfir landinu, en hún þokast austnorðaustur á bóginn, en hæðin veldur hægum vindum og björt veðri, en talsverðu frosti á öllu landinu. Í nótt nálgast læðardrag frá Skotlandi, sem veldur því skýjahula færist yfir himininn og gengur í austankalda eða -strekking með snjókomu eða slyddu á austanverðu landinu. Fer smám saman að rigna við sjávarsíðuna eystra, jafnframt því sem að dregur úr frosti. Bætir verulega í vind og úrkomu suðaustanlands annað kvöld og hlýnar heldur á þeim slóðum.
Á mánudag er útlit fyrir suðaustankalda með rigningu og mildu veðri víða um land, þó síst fyrir norðan. Spá gerð: 02.03.2024 17:54. Gildir til: 03.03.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt og yfirleitt léttskýjað. Frost 0 til 12 stig, minnst syðst á landinu.
Austan og norðaustan 5-15 m/s á morgun, hvassast við suðausturströndina og hvessir enn þar um kvöldið. Dálítil snjókoma eða slydda austantil, en rigning á láglendi seinnipartinn og hiti 0 til 5 stig. Hægari um landið vestanvert, þykknar smám saman upp og áfram kalt í veðri.
Spá gerð: 02.03.2024 18:00. Gildir til: 04.03.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Austan og suðaustan 8-13 m/s og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið norðanlands. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
Á þriðjudag:
Austlæg átt, 10-15 m/s sunnantil, rigning og hiti 2 til 7 stig, en hægara, þurrt að kalla og heldur svalara norðan heiða.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Suðaustlæg átt, rigning með köflum og milt veður, en þurrt að mestu norðanlands.
Spá gerð: 02.03.2024 07:43. Gildir til: 09.03.2024 12:00.