Tölur dagsins á föstudaginn langa eru jákvæðar því enginn greindist utan sóttkvíar í gær:
Innanlands: Þrír einstaklingar og voru allir í sóttkví. Á landamærum greindist einn.
Hátt í 200 manns eru núna í sóttkví og hátt í 130 manns í einangrun. Hversu fáir eru í raun í sóttkví má þakka þeim takmörkunum sem í gangi eru. – 122 gestir eru núna á sóttkvíarhóteli.
Gleðilega páska – höldum áfram að gera þetta saman og pössum upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir.
Umræða