Frábær opnunardagur var í Leirá í gær þar sem 26 fiskar komu á land og nokkrir þeirra mældust 70 til 80 cm. Sannkallaðir drekar!

Þau Stefán Sigurðsson, Matthías Stefánsson og Harpa Hlín Þórðardóttir halda hér flottum fiskum úr ánni.
Vatnavextir og leysingar
Gott vatn var í ánni þegar við komum þar við á ferð okkar um landið í gær, enda mjög miklir vatnavextir víða í flestum ám.
Ágætis byrjun var á Skaftafellssvæðinu og þeir voru að setja grimmt í hann í Geirlandsá og víðar en meira af því seinna.
Almennt hefur veiðin farið vel af stað og veðrið hefur verið gott um allt land, logn og hiti 2-5 gráður víða.