-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Rússneski hvalurinn leikur við börn í Noregi

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Yfir þúsund tillögur að nafni hafa borist á hvalinn sem að talinn er hafa komið frá Rússlandi yfir til Noregs en hann var með belti utan um sig sem var merkt Rússlandi.
Það er greinilegt að hvalurinn hefur verið taminn og telja vísindamenn að hann hafi verið notaður í heræfingum í Rússlandi. Nú leika börn sér að honum í bænum Tufjord í Finnmörku sem er í norður Noregi, þau henda til hans bolta og öðru sem að hann sækir og klappa honum svo. Hann hefur sjarmerað alla bæjarbúa og greinilegt er að hann er vel þjálfaður.
En hann elti bát til Turfjord og hefur haldið sig þar en í vikunni elti hann bát til Hammerfest og sögðu skipverjar að hann minnti á hund í bandi þar sem að hann synti meðfram bátnum alla leiðina. Hvalurinn er þegar orðinn heimsfrægur og fólk um allan heim fylgist vel með honum daglega. Hér er hægt að skoða myndband af hvalnun sem er ónefndur ennþá.