Flugfélagið SAS hefur nú í kvöld aflýst samtals 709 flugferðum sem voru á áætlun í dag en skv. fréttatilkynningu SAS. Er öllu flugi aflýst vegna verkfalls flugmanna en 54.000 farþegar áttu pantað flug í þeim 709 ferðum sem að nú hefur verið aflýst.
Mikil bjartsýni var í dag um að samningaviðræður sem að fara fram í Osló, mundu ganga vel og vonir voru uppi um að hægt væri að hefja flug klukkan 14.00 í dag, fimmtudag og samningsaðilar voru búnir að gefa út yfirlýsingar um að þeir teldu að samningaviðræður væru á réttri braut og að jafnvel væri stutt í að deilan leystist. Það hefur þó ekki gengið eftir.
Umræða