,,Nei við erum ekkert búnir að fá og vorum líka í Úlfljótsvatni í fyrradag, þar veiddist lítið, en útiveran er góð“ sögðu veiðimenn sem við hittum við Meðalfellsvatn og þar var fínt veður. En nokkrum klukkutímum áður voru veiðimenn við Geirlandsá og þar var lítið að fá. Þar var bara snjór í boði. Svona getur þetta verið í byrjun sumars. Allt getur gerst.
Í kuldanum við Húseyjarkvísl var blússandi veiði. ,,Blússandi gangur hérna við Húseyjarkvísl“ sagði Sindri Kristjánsson í ,,Veiðifélaginu Meðlimir“ og bætti við ,,átta fiskar komnir á land eftir þrjár vaktir, það eru ekki margar plús gráður hérna við Húseyjarkvísl en dettur í ágætis blíðu inn á milli“ sagði Sindri um stöðuna á svæðinu. Veðurspáin næstu daga mætti vera aðeins betri, alltof lítið hlýindi í kortunum.