Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag hendur í hári ökumanns, sem tók upp á þeim ósóma að stofna til utanvegaaksturs í Bjarnarflagi við Mývatn, skammt frá Jarðböðunum.
Vitni gerðu lögreglu viðvart um athæfið og ljóst var að viðkomandi hafði ekið með slíkum ákafa að bifreið hans endaði í festu í leirkenndum jarðvegi í nágrenni heitra gufusvæða.
Engin aðstoð var veitt við að losa bifreiðina fyrr en lögregla var komin á vettvang og hafði klárað rannsókn málsins.
Ökumanninum sem er af erlendu þjóðerni, verður gert að greiða sekt í ríkissjóð og mun ganga frá þeim hluta málsins á aðalskrifstofu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra á Akureyri.