Saga Laxár í Aðaldal er sveipuð ævintýraljóma, ekki bara vegna þeirra stóru höfðingja sem synda í ánni heldur einnig vegna höfðingjanna sem hafa lifað, búið og þjónustað veiðimenn við ána í áratugi. Laxá í Aðaldal rennur úr Mývatni 58 km leið til sjávar í Skjálfandaflóa og hefur verið rómuð fyrir stórlaxa í gegnum tíðina. Myndin er á dagskrá RÚV í kvöld klukkan 20.30
Nokkur svæði eru í ánni en í myndinni stiklar Bubbi Morthens á stóru í sögu veiða á Nessvæðinu, segir frá frægu fólki sem þar hefur veitt og fólkinu í Nesi sem stundað hefur vaktina á bakkanum lengi. Fyrstu fluguveiðimennirnir sem köstuðu flugu fyrir lax í Laxá í Aðaldal komu á Nessvæðið árið 1877 frá Bretlandi og sáðu þar með frækornum fluguveiðinnar í Aðaldalinn. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Myndina er hægt að sjá HÉR
Umræða