,,Það veiddust 14 laxar í dag og þetta var flottur dagur“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir en Þjórsá var opnuð í morgun og dagurinn skilaði 14 löxum á fyrsta degi. ,,Jú ég veiddi þann stærsta í morgun og honum var sleppt aftur. Dagurinn var flottur og þetta var glæsilegt byrjun hjá okkur í henni“ sagði Harpa enn fremur um opunardaginn.
,,Þetta er flott byrjun og gaman af þessu“ sagði Einar Haraldsson frá Urriðafossi sem mættur við ána í morgunsárið til að sjá hverning veiðin færi á stað, en hann stundaði netaveiði í ánni í yfir 40 ár og þekkir svæðið vel.
Með þeim Stefáni og Hörpu var Matthías sonur og veiðimennirnir Haukur Ómarsson og Hrafn Hauksson sem veiddu líka laxa. En alls veiddust 14 laxar.
Umræða