Veðurhorfur á landinu
Hæg vestlæg eða breytileg átt og skúrir eða dálítil rigning. Hiti 5 til 10 stig.
Gengur í norðan 10-18 m/s í dag. Rigning eða slydda með köflum um landið norðanvert og snjókoma til fjalla. Rigning suðaustanlands fram undir kvöld, en þurrt suðvestantil. Kólnandi veður. Samfelld slydda eða snjókoma á Norðaustur- og Austurlandi í kvöld. Spá gerð: 02.06.2025 01:04. Gildir til: 03.06.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðan 13-23 m/s, hvassast í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Snjókoma eða slydda norðan- og austantil á landinu um morguninn, en síðan talsverð rigning á láglendi og slydda eða snjókoma til fjalla. Úrkomuminna sunnan heiða. Hiti 1 til 9 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.
Á miðvikudag:
Norðanátt, víða á bilinu 10-15 m/s. Rigning á norðanverðu landinu og hiti 2 til 7 stig. Þurrt sunnantil með hita 7 til 13 stig.
Á fimmtudag:
Norðan 5-13 og rigning eða slydda með köflum, en þurrt á sunnanverðu landinu. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Norðan 3-10 og lítilsháttar rigning eða slydda norðanlands, en líkur á síðdegisskúrum sunnantil. Áfram kalt í veðri, einkum fyrir norðan.
Á laugardag og sunnudag (hvítasunnudagur):
Fremur hæg norðlæg átt. Dálítil rigning eða slydda af og til á norðanverðu landinu, en skýjað með köflum og skúrir syðra. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 01.06.2025 21:33. Gildir til: 08.06.2025 12:00.