-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Húsnæði Framsóknarflokksins til sölu – Skuldar 242 milljónir og 60 milljóna tap skv. ársreikningi

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Hús Framsóknarflokksins við Hverfisgötu 33 í Reykjavík auglýst til sölu

Eigið fé var neikvætt skv. ársreikningi 2017 um tæpar 60 milljónir og tapaði flokkurinn 39 milljónum króna og námu skuldir Framsóknarflokksins þá 242 milljónum króna.

Skráður eigandi hússins er hlutafélagið Skúlagarður hf. sem er í meirihlutaeigu Framsóknarflokksins. Samkvæmt ársreikningi flokksins fyrir árið 2017 var rekstrarstaða flokksins mjög slæm. Eigið fé í árslok var neikvætt um tæpar 60 milljónir króna en skv. upplýsingum frá heimildarmanni Fréttatímans er talið að rekstrarstaðan hafi versnað síðan þá.

Skuldar 242 milljónir

Rekstrarstaða Framsóknarflokksins fyrir 2017 var slæm en eigið fé var neikvætt um tæpar 60 milljónir og tapaði flokkurinn 39 milljónum króna og námu skuldir Framsóknarflokksins þá 242 milljónum króna.
Hluthafar í Skúlagarði voru á fjórða hundrað samkvæmt ársreikningi 2016 en voru upphaflega 540. Þá vakti Fréttablaðið athygli á því að stór hluti skráðra eigenda væru látnir og að t.d. væru fimm af níu stærstu hluthöfuma félagsins látnir og t.d. að einstaklingur sem að lést árið 1993 væri enn skráður fyrir hlutafé í félaginu.
Skv. upplýsingum sem að liggja fyrir varðandi kaup Framsóknarflokksins á húsinu, segir að Framsóknarflokkurinn hafi gert samkomulag um kaup á húseigninni að Hverfisgötu 33 í september 1997. Í samkomulaginu var kveðið á um að seljandinn sem var Olíufélagið hf., tæki að sér að annast ákveðnar endurbætur á eigninni áður en til afhendingar kæmi á kostnað Framsóknarflokksins.
Framsóknarflokkurinn flutti starfsemi sína í húseignina í apríl 1998. Framkvæmdum við endurbætur var þá ekki lokið. Endurbótum lauk á árinu 1999. Kostnaður við kaup á húsinu og endurbætur reyndist á endanum vera tæpar 62 milljónir króna sem var endanlegt kaupverð hússins af Olíufélaginu hf. skv. uppgjöri sem fram fór í lok þess árs.
Í framhaldi af þessu var gengið frá fjármörgnun kaupanna. Þau voru fjármögnuð að mestu með langtímalánum með veði í eigninni að Hverfisgötu 33, alls að upphæð 54,5 milljónir króna. Framsóknarflokkurinn greiddi fyrst af lánunum árið 2000. Lánin voru tekin í apríl 1999 og var lántaki Olíufélagið hf. sem þá var skráður eigandi að Hverfisgötu 33 en Framsóknarflokkurinn yfirtók þau síðan árið 2003. Eftirstöðvar af kaupverðinu voru greiddar upp á árinu 1999.
Dráttur varð á því að gengið væri frá afsali fyrir eigninni á millli Olíufélagsins hf. og Framsóknarflokksins. Það var ekki gert fyrr en 19. desember 2002 en engar greiðslur áttu sér stað á milli aðila eftir árslok 1999. Olíufélagið hf. hafði við frágang afsals breytt nafni sínu í Ker hf. undir forystu Ólafs Ólafssonar athafnamanns.
Samkomulag var um að Olíufélagið hf. (Her hf.) afsalaði eigninni beint til annarsvegar til Skúlagarðs hf. sem er hlutafélag í eigu Framsóknarflokksins og þá um 540 félagsmanna í flokknum og hinsvegar Húsbyggingasjóðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík sem var sjóður í eigu Kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Reykjavík. Framsóknarflokkurinn hafði endurselt þessum aðilum eignina í tengslum við uppgjörið sem fram fór 1999.
Húsið var byggt árið 1965 og fasteignamat þess eru tæpar 145 milljónir króna og óskað er eftir tilboðum í eignina sem er 465,6 fm. skrifstofu og þjónustuhúsnæði við Hverfisgötu 33. Um er að ræða 3ja hæða lyftuhús auk rýmis í kjallara. Sérinngangur er að eigninni og 15 fm skrifstofurými á jarðhæð.
Á 2. hæð eru tvær skrifstofur og stórt fundarherbergi með glerhurðum og stórum gluggum. Einnig geymsla og eldtraust skjalageymsla. Þá er á hæðinni salerni og eldhús með nýlegri innréttingu.
Á 3. hæð hússins er rúmgóður og einknar hlýlegur salur, undir súð, með skemmtilega kvistglugga og paraket á gólfi. Snyrtingar og lítið eldhús eru á hæðinni.  Suður svalir fyrir enda rýmisins.  Í kjallara eru tvær geymslur auk sameiginlegs rýmis.
Alls er húsið um þúsund fermetrar og skiptist í tvær fasteignir. Önnur er í eigu Skúlagarðs og hin er í einkaeigu, en Miami bar er jafnframt í húsnæðinu.