Helstu atriði úr dagbók LRH frá 05-17 eru þessi:
Lögreglustöð 1
- Aðili að stela úr verslun. Hafði einnig skemmt fáeinar vörur. Afgreitt á vettvangi.
- Innbrot í fyrirtæki og verðmæti tekin. Málið í rannsókn.
- Þjófnaður á flutningagámum. Málið í rannsókn.
- Ekið á vegfaranda á hlaupahjóli. Smávægileg meiðsli og viðkomandi fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild.
- Tveir aðilar handteknir grunaðir um ýmis brot. Reyndu að flýja frá lögreglu á rafhlaupahjóli en höfðu ekki erindi sem erfiði. Báðir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
- Þjófnaður úr matvöruverslun. Afgreitt með vettvangsskýrslu.
Lögreglustöð 3
- Heimilisófriður hvar einn var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna málsins.
- Höfð afskipti af aðila í annarlegu ástandi í kyrrstæðri bifreið. Kveikjuláslyklar fjarlægðir úr vörslum hennar til að tryggja umferðaröryggi.
- Aðila í annarlegu ástandi vísað út úr Strætó eftir að hann neitaði að greiða fargjaldið.
- Ökumaður handtekinn grunuð um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja. Hefðbundið ferli.
Lögreglustöð 4
- Aðili í annarlegu ástandi að ganga í veg fyrir bifreiðar á stofnbraut. Honum gert að láta af háttsemi sinni og var honum að lokum ekið á hentugri stað.
- Tilkynnt um eld í bifreið. Aðilar á vettvangi voru búnir að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðila bar að garði.
Umræða