Hugleiðingar veðurfræðings
Það er áfram útlit fyrir aðgerðalítið veður á landinu í dag. Spáð er norðlægri átt 3-10 m/s. Skýjað og lítilsháttar væta norðan- og austanlands og skúrir á Suðausturlandi.
Hins vegar er útlit fyrir bjarviðri um landið suðvestanvert og þar verður væntanlega hlýjast, eða um 18 stig þegar best lætur.
Á morgun er síðan hæg vestlæg eða breytileg átt í kortunum og líkur á dálitlum skúrum í flestum landshlutum. Hámarkshiti dagsins heldur lægri en í dag, hiti væntanlega víðast hvar á bilinu 10 til 15 stig.
Ástæðan fyrir því að veður er mjög rólegt á Íslandi um þessar mundir er að lægðir hafa verið að ganga til austurs langt fyrir sunnan land. Þegar þetta er skrifað snemma á miðvikudagsmorgni er myndarleg lægð stödd yfir Bretlandseyjum og veldur þar hvössum vindi og talsverðri rigningu.
Þessi lægð fer áfram til austurs og veldur hvassviðri og ausandi rigningu á norðanverðu meginlandi Evrópu í dag.
Spá gerð: 02.08.2023 06:47. Gildir til: 03.08.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Skýjað með köflum og lítilháttar væta norðaustanlands, skúrir á Suðausturlandi, en bjarviðri um landið suðvestanvert.
Hæg vestlæg eða breytileg átt á morgun og líkur á dálitlum skúrum í flestum landshlutum. Rofar til austanlands annað kvöld. Hiti 8 til 18 stig í dag, hlýjast suðvestantil, en heldur svalara á morgun.
Spá gerð: 02.08.2023 09:43. Gildir til: 04.08.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða dálítil væta, en þurrt um landið norðaustanvert. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig.
Á laugardag:
Austlæg átt, 3-10 m/s og rigning með köflum suðvestanlands, annars víða skúrir, en þurrt að mestu á Austurlandi. Hiti 8 til 14 stig.
Á sunnudag:
Austlæg átt, 3-10 m/s og dálítil rigning eða skúrir á sunnanverðu landinu, en yfirleitt þurrt fyrir norðan. Hiti 10 til 16 stig.
Á mánudag (frídagur verslunarmanna):
Hæglætisveður, skýjað með köflum og líkur á skúrum sunnan heiða. Hiti víða 9 til 15 stig.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir hæga norðlæg átt, víða þurrt og bjart veður og áfram fremur hlýtt.
Spá gerð: 02.08.2023 07:42. Gildir til: 09.08.2023 12:00.