Norðan hríð og hvassviðri eða stormur
Veðurstofa Íslands hefur hækkað í appelsínugula viðvörun vegna norðan hríðar annað kvöld og fram á föstudag á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi. Áfram eru gular viðvaranir fyrir Suðausturland, Austurland, Strandir, Norðurland vestra og Miðhálendið.
Almannavarnadeild hvetur fólk til þess að fylgjast vel með veðurspám (www.vedur.is) færð á vegum (www.vegag.is).
Spáð er talsverðri úrkomu og þar sem hiti verður nærri frostmarki er talið líklegt að úrkoma falli sem slydda ofan 300m og sem snjókoma ofan 500m. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénaði, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum.
Almannavarnadeild hvetur fólk til þess að fylgjast vel með veðurspám (www.vedur.is) færð á vegum (www.vegag.is).
Spáð er talsverðri úrkomu og þar sem hiti verður nærri frostmarki er talið líklegt að úrkoma falli sem slydda ofan 300m og sem snjókoma ofan 500m. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénaði, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum.
See less
Umræða