Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem 7.268 manns tóku þátt í og var birt í gær hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, þá er ríkisstjórnin fallin með 42,8% fylgi á meðan aðrir flokkar eru samtals með 57,2% fylgi.
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa þegar gefið það út að þeir vilji halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram eftir kosningar og það verði fyrsti kostur að ræða saman eftir kosningar. Atkvæðin í þessari stóru könnun skiptast þannig:
Framsóknarflokkur 11,7%, Miðflokkur 14,5%, Samfylking 7,0%, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn 3,5%, Vireisn 5,6%, Vinstri græn 6,7%, Flokkur fólksins 10,7%, Sjálfstæðisflokkurinn 24,4%, Sósíalistaflokkurinn 9,4% og Píratar 6,6%.
Hægt er að hlusta á úrslitin með því að smella hér á þáttinn, Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Umræða