2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Ríkisstjórnin fundaði með sveitarstjórnarfólki á Vestfjörðum

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar var haldinn á Ísafirði í dag. Ríkisstjórnin var þar að auki viðstödd vígslu útsýnispalls á Bolafjalli fyrir ofan Bolungarvík og átti fund með fulltrúum sveitarfélaga innan vébanda Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Útsýnispallurinn var byggður fyrir 160 milljóna króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem veittur var árið 2020. Ekki er nokkur vafi á að hann verður vinsæll áfangastaður á meðal þeirra gesta sem sækja Vestfirði heim.

Fundur ríkisstjórnarinnar með sveitarstjórnarfólki á Vestfjörðum fór fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Á fundinum var m.a. rætt um, atvinnumál- og nýsköpun, fiskeldi, samgöngumál, orkumál, fjárhagsstöðu sveitarfélaga, menntamál, heilbrigðis- og velferðarmál, ferðaþjónustu og menningarstarfsemi á svæðinu

Á fundinn var boðið framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga auk fulltrúa níu sveitarfélaga; Árneshrepps, Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar, Kaldrananeshrepps, Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Súðavíkurhrepps, Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.

Eftir hádegi hélt ríkisstjórnin vinnufund og fjallaði þar um verkefni vetrarins áður en haldið var á Hrafnseyri í skoðunarferð.

Sumarfundur ríkisstjórnarinnar er nú haldinn utan Reykjavíkur í fimmta sinn. Á síðasta kjörtímabili voru fundir haldir í Snæfellsbæ, í Mývatnssveit, á Hellu og á Suðurnesjum.