• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Laugardagur, 5. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Lægð nálgast – Hvassviðri, stormur og rigning

Útlit fyrir 2,8% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda milli ára

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
2. október 2024
in Fréttir, Innlent
A A
0

Samkvæmt bráðabirgðatölum, sem Umhverfisstofnun hefur skilað Evrópusambandinu, dróst samfélagslosun Íslands saman um 2,8% milli 2022 og 2023 og um 14% frá árinu 2005.

Losun frá staðbundnum iðnaði á Íslandi sem fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir dróst saman um 3,3% milli áranna 2022 og 2023 og losun frá flugstarfsemi sem fellur undir ETS kerfið og undir umsjón íslenskra stjórnvalda jókst um 11% milli ára. Losun frá landnotkun stóð nánast í stað milli 2022 og 2023. Heildarlosun Íslands með landnotkun dróst saman um 1,3% milli 2022 og 2023 en hefur aukist um 4,3% frá árinu 2005.

Umhverfisstofnun skilaði í júlí síðastliðnum Evrópusambandinu bráðabirgðatölum um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi vegna losunar árið 2023, sem nú hafa verið birtar á vef stofnunarinnar. Sögulega, hafa bráðabirgðatölur sem birtar eru á þessum tíma, gefið góða vísbendingu um hvernig losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er að þróast þó svo að tölurnar geti tekið einhverjum breytingum fram að lokaskilum til Loftslagssamningsins í apríl árið á eftir.

Hvað geta tölurnar sagt okkur?

Samdrátt í samfélagslosun má helst rekja til minni eldsneytisnotkunar í fiskimjölsverksmiðjum, minni notkunar á tilbúnum áburði, fækkun sauðfjár og minni urðunar úrgangs. Í bráðabirgðatölunum er einnig að sjá merki um samdrátt í losun frá vegasamgöngum milli 2022-2023, sem gefur vísbendingu um ávinning af rafbílavæðingu bifreiðaflotans.

Mynd 1. Þróun losunar frá þeim flokkum sem falla undir orku í loftslagsbókhaldi Íslands (gögn frá Umhverfisstofnun)

Eins og áður sagði er um hér er um bráðabirgðatölur að ræða, sem geta  breyst við frekari vinnslu fram að lokaskilum í apríl 2025. Bráðabirgðatölur gefa þó alla jafna góða vísbendingu um þróun losunar.

„Það er ánægjulegt að sjá vísbendingar um greinilegan samdrátt milli ára í losun gróðurhúsalofttegunda. Jafnframt er uppörvandi að bráðabirgðagreiningar sýni að það sé góður möguleiki fyrir Ísland að ná að standast skuldbindingar sínar á báðum uppgjörstímabilum þessa áratugar innan marka þess sveigjanleika sem samið hefur verið um milli Evrópulanda, Noregs og Íslands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Samhliða skilum á bráðabirgðatölum, vann Umhverfisstofnun greiningu á því hvað tölurnar geti þýtt varðandi  uppgjör skuldbindinga Íslands í samstarfi við Evrópusambandið.  Þessi greining, sem birt er í töflunni hér fyrir neðan, bendir til þess að Ísland eigi möguleika á því að standast þær loftslagsskuldbindingar sem stjórnvöld hafa undirgengist gagnvart ESB, með því að nýta sveigjanleika um notkun heimilda til að vinna á móti þeirri umframlosun sem verður innan samfélagslosunar.

 

 

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Mannslát – kona í gæsluvarðhaldi

    Mannslát – kona í gæsluvarðhaldi

    82 deilingar
    Share 33 Tweet 21
  • Hvalfjarðargöng eru lokuð

    42 deilingar
    Share 17 Tweet 11
  • Málaliðar fyrir stærstu útgerðarfélög landsins

    4 deilingar
    Share 2 Tweet 1
  • Sex húsleitir og fjöldi í gæsluvarðhaldi vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

    6 deilingar
    Share 2 Tweet 2
  • Barnavernd samþykkir tálmun til 15 ára

    179 deilingar
    Share 72 Tweet 45
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?