Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál þar sem þremur bílum var stolið af bílasölu í Skeifunni snemma í morgun. Um er að ræða þrjá jepplinga:
- UA-R16 Hyundai Tucson, grár
- AU-D09 MG EV, Svartur
- EN-H67 Suzuki Vitara, Hvítur
Við biðjum fólk um að hafa strax samband við 112 ef það verður þessarra ökutækja vart í umferðinni. Meðfylgjandi eru myndir af eins bílum. Allir eru þeir 2022 árgerð.
Umræða