Mikil eftirvænting lá í loftinu þegar komið var inn í sal Borgarleikhúsins þegar Fréttatíminn lagði leið sína á söngleikinn Moulin Rouge. Segja má að um leið og leikhúsgestir stíga inn í leikhússalinn, stíga þeir um leið inn í daður, dans og bóhemaheim næturklúbbs í París árið 1988 sem er sögusvið verksins.
Leikið er með skynjun áhorfandans áður en sýningin hefst því lágvær seiðandi tónlist umleikur rýmið og fljóta dansarar með, með daðurlegri tónlistinni. Sögusvið söngleiksins er kunnulegt fyrir þá sem hafa séð kvikmyndina.
Ungur aðkomu og listamaður sem leikin er af Mikael Kaaber kemur til borgarinnar í leit að innblæstri. Honum er tekið opnum örmum af bóhemum Montmartre sem vinna að söngleik sem þá dreymir um að verði settur upp í næturklúbbnum Moulin Rouge – Rauðu Myllunni.

Hann heillast og verður ástfanginn af aðalstjörnu Myllunar, Satine, sem leikin er af Hildi Völu Baldursdóttur sem fellur einnig fyrir honum. Gildir bóhemanna um ást, sannleik, frelsi og fegurð falla í skugga peninga því klúbburinn er í fjárhagsvandræðum og sér eigandinn sem leikinn, er af Halldóri Gylfasyni, sér nauðugan einan kost að leita til hins forríka og harðsnúna greifa af Monroth sem leikinn er af Vali Frey Einarssyni.
Jafnvel þó það kosti að Satine sjálf verði hluti af kaupunum. Unun er að horfa á dansara og söngvara verksins fylla ítrekað sviðið með sínum listavel útfærðum dönsum og söngvum við góðar undirtektir áhorfenda.
Leikmyndin er stórbrotin og augljóst að mikið er lagt í að færa anda Myllunnar um allan sal því verkið teygir sig út í sal með ljósum og einnig þegar Satin kemur svífandi inn á sviðið með söng.
Búningar og förðun, hvar eigum við að byrja? Alger listaverk í einu orði sagt.
Leikstjóri uppfærslunnar er Brynhildur Guðjónsdóttir og tónlistastjóri Jón Ólafson. Þýðing er í höndum Braga Valdimars Skúlasonar.
Söngleikurinn er veisla fyrir augu og eyru og má heyra lög sem hafa verið þýdd á íslensku sem var ánægjulegt að heyra, því heyra mátti áhorfendur vera þáttakendur með því að syngja með. Fréttatíminn mælir svo sannarlega með Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu því öllu hefur verið tjaldað til svo verkið skili sér sem best til leikhúsgesta sem það gerir svo sannarlega.

