85 mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17 til 05 og gista 12 fangaklefa þegar þetta er ritað. Hér eru nokkur mál úr dagbók lögreglu á tímabilinu 01. Nóvember kl. 17:00 til kl. 05:00. Listinn er ekki tæmandi.
Stöð 1
Óskað eftir aðstoð vegna hnupls úr verslun í hverfi 108.
Innbrot og þjófnaður í húsi í hverfi 101.
Víðáttuölvaður ökumaður handtekinn í hverfi 101 eftir að hafa ekið upp á gangstétt. Ökumaðurinn vistaður í fangaklefa.
Aðili handtekinn í hverfi 170 og vistaður í fangaklefa vegna eignaspjalla.
Þrír aðilar handteknir í hverfi 101 vegna slagsmála, einn vistaður í fangaklefa en skýrsla tekin af hinum tveim og að því loknu var þeim sleppt.
Stöð 2
Ölvaður ökumaður stöðvaður í hverfi 210, maðurinn með tvö börn í bifreið sinni þegar hann var stöðvaður. Málið afgreitt með aðkomu barnaverndar.
Ökumaður undir áhrifum áfengis og fíkniefna stöðvaður í hverfi 210.
Aðili handtekinn í hverfi 101 eftir að hafa verið til vandræða fyrir utan skemmtistað. Aðilinn óviðræðu hæfur sökum áfengis og eða fíkniefna og vistaður í fangaklefa.
Stöð 3
Maður handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna eignaspjalla og segja ekki til nafns að kröfu lögreglu.
Ökumaður sem var ekki með ökuljós kveikt stöðvaður í hverfi 109, ökumaður reyndist ekki vera með ökuréttindi og til að bæta gráu ofan á svart þá var ökumaður eftirlýstur og því handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Stöð 4
Tilkynnt um aðila sem var að stela munum fyrir utan hús í hverfi 112.

