Sigurður Þ. Ragnarsson, þekktur sem Siggi Stormur, er gamalreyndur veðurfréttamaður og sérfræðingur um veður og fleira. Hann spáir í spilin fyrir árið 2021 en þó aðallega í veðrið, á nýja árinu og birti þessa skemmtilegu veðurspá sem nær fram á vorið, á síðu sinni.
Að vanda er örugglega hægt að treysta veðurspám Sigurðar „Storms“:
Ákvað að birta nú tíðarfarsspá fram á vorið svona í tilefni af nýju ári:
Á vesturhimni vísir þykjast sjá
að verði jafnvel þurrt ef ekki rignir
Um veðurhorfur vont er nú að spá
það verður jafnvel hvasst ef ekki lygnir
Mynd: Grímsfjall við Grímsvötn í Vatnajökli.
Umræða