Norskur eldislax sem hefur sloppið úr kvíum, hefur herjað á villtan lax í Svíþjóð. Gen úr norskum eldislaxi hafa fundist í laxi í nokkrum ám á vesturströnd Svíþjóðar.
Mjög skaðlegt fyrir stofninn, segir fiskifræðingur. ,,Þetta er sorglegt, við vitum að það hefur mjög neikvæðar afleiðingar að blanda saman eldislaxi við villtan lax, segir Sten Karlsson. Hann er háttsettur fiskifræðingur hjá náttúru rannsóknastofnu Noregs.
Nú hafa rannsakendur safnað sýnum í ám meðfram sænsku vesturströndinni – frá Svínasundi í norðri til suðurs í Lilla Edet í Svíþjóð. Lengi hefur leikið grunur á að eldislax hafi blandast saman við náttúrulegan lax á svæðinu. Nú hefur það verið sannað. ,,Það sem við höfum fundið er að það eru gen úr norskum eldislaxi í villtum laxastofnum á sænsku vesturströndinni, segir Karlsson.
Rannsakandur hafa greint bæði fullorðinn lax og ungfiska. Eldislax sem hefur sloppið er ein stærsta ógn sem steðjar að villtum laxastofnum í Noregi.
Eldislax sem er í norskum ám og á hrygningarsvæðum getur valdið óæskilegri blöndun á milli villtra laxa og eldislaxa. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar benda til þess að erfðafræðileg áhrif frá eldislaxi eigi sér líklega stað í sama mæli við sænsku vesturströndina.
Stefan Palm, sem er fræðimaður við sænska landbúnaðarháskólann (SLU), hefur í samstarfi við norska vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu að 75 prósent þeirra gena sem greind eru komi frá eldislaxi. ,,Þegar lax sleppur og kemur út í náttúruna er hann með minni aðlögunarhæfni en villtu ættingjar hans, og lifir illa af, en getur fjölgað sér. Það mun hafa mikil áhrif á stofninn,“ segir Palm.
Karlsson telur að það hefði átt að grípa til aðgerða fyrir löngu. ,,Það sem er skelfilegt er að skaðinn er skeður og það mun taka langan tíma áður en stofninn kemst í eðlilegt ástand,“ segir Karlsson.