Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar andlát karlmanns áttræðisaldri, sem missti meðvitund í heitum potti í Breiðholtslaug í Reykjavík laugardaginn 10. desember sl.
Tilkynning um málið barst lögreglu kl. 15.13, en þegar hún kom á vettvang voru endurlífgunartilraunir þegar hafnar. Maðurinn var fluttur á Landspítalann, en var úrskurðar látinn síðar um daginn.
Vegna þessa óskar lögreglan eftir að ná tali af sundlaugargestum sem voru á vettvangi þegar slysið átti sér stað og eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið r2a@lrh.is
Umræða