Talið er nokkuð öruggt að flugvélin sem leitað hefur verið að í dag hafi verið í útsýnisflugi með ferðamenn. Síðast er vitað um hvar vélin var klukkan 11:45, hún var þá suður af Þingvallavatni. Á þriðja hundrað manns leita nú að vélinni ásamt tveimur þyrlum frá Landhelgisgæslunni. Flugvél frá danska hernum flýgur núna yfir leitarsvæðið og er útbúin betri miðunarbúnaði og getur flogið hærra en þyrlurnar frá Gæslunni.
Fjórir eru um borð, einn flugmaður og þrír farþegar, væntanlega ferðamenn. Flugið átti að taka um tvær klukkustundir og vélin flaug frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10:30 í morgun. Þegar hún skilaði sér ekki á tilætluðum tíma hófst leit þegar í stað. Mjög umfangsmikil leit er nú í gangi og leitarsvæðið er stórt og á þriðja hundrað manns eru við leit að vélinni
Umræða