Veðurhorfur á landinu
Gengur í suðaustan og síðar sunnan 15-25 m/s í dag. Víða rigning, talsverð úrkoma á sunnanverðu landinu um tíma. Hlýnar, hiti 3 til 9 stig seinnipartinn. Suðvestlægari í kvöld og nótt með kólnandi veðri.
Suðvestan 13-18 á morgun og él, en þurrt austanlands og hægari vindur þar fram eftir degi. Hiti um og undir frostmarki. Spá gerð: 03.02.2023 05:22. Gildir til: 04.02.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Sunnan hvassviðri eða stormur með talsverðri rigningu og hlýindum, en úrkomulítið norðaustantil á landinu.
Á mánudag:
Hvöss suðvestanátt með éljum og frystir, en þurrt austantil á landinu.
Á þriðjudag:
Suðvestan stormur með slyddue eða rigningu og síðar éljum. Hiti kringum frostmark.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðlæga eða breytilega átt með éljum í flestum landshlutum. Frost um land allt.
Á fimmtudag:
Norðlæg eða breytileg átt og él um norðanvert landið en úrkomulítið syðra. Kalt í veðri.
Spá gerð: 03.02.2023 08:01. Gildir til: 10.02.2023 12:00.
Hugleiðingar veðurfræðings
Það er tiltölulega rólegt veður á landinu þegar þetta er skrifað eldsnemma á föstudagsmorgni. Það stendur ekki lengi, því veður er órólegt um þessar mundir og verður á næstunni. Það er þó ekki óeðlilegt, enda erum við nú einmitt stödd á þeim árstíma þar sem óveður eru algengust.
Í dag gengur í suðaustan og sunnan hvassviðri eða storm. Með fylgir úrkoma sem gæti byrjað sem slydda, en fer síðan yfir í rigningu og það hlýnar með sunnanáttinni.
Í kvöld og nótt snýst síðan vindur til suðvestanáttar, það verður enn hvasst og það kólnar með éljum.
Á morgun er útlit fyrir allhvassa suðvestanátt með éljum og hita um og undir frostmarki.
Á sunnudag er síðan aftur útlit fyrir sunnan hvassviðri eða storm með talsverðri rigningu og hlýindum.
Spá gerð: 03.02.2023 06:44. Gildir til: 04.02.2023 00:00.