Frá 10. mars verður einungis heimilt að afhenda lyf til þess einstaklings sem lyfjunum hefur verið ávísað á, eða til þeirra sem hafa ótvírætt umboð til að fá þau afhent. Sá sem sækir lyf þarf ávallt að framvísa persónuskilríkjum sínum.
Umboðið þarf að vera skriflegt með tveimur vottum þar sem nöfn og kennitölur allra aðila skulu koma fram. Hægt er að takmarka umboðið við ákveðið tímabil eða ákveðin lyf eftir þörfum.
Foreldrar geta án umboðs sótt lyf fyrir börn sín að 16 ára aldri. Eftir það þurfa börn að veita foreldrum umboð til að sækja lyf fyrir sig. Til þægindaauka hefur Lyfjastofnun birt á vef sínum eyðublað fyrir umboð sem hægt er að prenta og fylla út. Hlekk á eyðublaðið og nánari upplýsingar má finna í frétt á vef Lyfjastofnunar.
Frekari upplýsingar um málið fá lesa á vef Lyfjastofnunar hér.
Umræða