Norðaustanstrekkingur nokkuð víða í dag og él á víð og dreif. Líklega þurrt um landið suðvestanvert. Hvessir síðan talsvert á laugardagmorgun, stormur og jafnvel rok syðst, en heldur hægari annað staðar. Áfram þurrt að mestu á Suðvestur- og Vesturlandi, en él í öðrum landshlutum. Frost um allt land.
Dregur svo dálítið úr vindi á laugardagskvöld en síðdegis á sunnudag Fer lægðin loksins að reyna landgöngu og fer yfir landið seint á sunnudag og á mánudag. Hlánar víða á láglendi og lægir í kjölfar skilana en ekki er um mjög mikil hlýindi að ræða með þessari lægð. Svo taka við rólegri dagar og hiti nálægt frostmarki.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 5-15 og víða él, hvassast á Vestfjörðum og við S-ströndina í kvöld, en úrkomulítið SV-til. Hvesssir í nótt, norðaustan 15-25 m/s í fyrramálið, hvassast syðst. Yfirleitt hægari NA- og A-lands. Él um mest allt land en úrkomulítið um landið SV-vert. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.
Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland, Suðausturland og Miðhálendi
Suðurland
Austanhvassviðri (Gult ástand) – 4 apr. kl. 05:00 – 23:59
Austan 15-23 m/s og hviður að 35 m/s undir Eyjafjöllum og austur í Mýrdal. Líkur á snjókomu eða skafrenningi og því gæti skyggni orðið lítið og færð því farið versnandi.
Suðausturland
Norðaustanstormur (Gult ástand) – 4 apr. kl. 10:00 – 23:59
Norðaustan 18-25 m/s með hviður að 40 m/s í Öræfum og í Mýrdal. Líkur á snjókomu eða skafrenningi og sums staðar lítið skyggni og versnandi akstursskilyrði.
Miðhálendið
Norðaustanhríð (Gult ástand) – 4 apr. kl. 12:00 – 23:59
Norðaustan 18-25 m/s og snjókoma eða skafrenningur. Ekkert ferðaveður.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Gengur í norðaustan 13-23 m/s, hvassast og snjókoma syðst, en annars víða él og skafrenningur. Frost 0 til 10 stig, minnst við S-ströndina
Á sunnudag:
Norðaustanstormur og snjókoma eða skafrenningur, mest úrkoma S- og A-til. Dregur úr frosti.
Á mánudag:
Norðaustanstormur með hríðarveðri á Vestfjörðum, annars mun hægari austlæg átt og rigning eða slydda með köflum. Suðvestanátt og skúrir eða él SV-til um kvöldið. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
Á þriðjudag:
Austlæg átt, snjókoma eða slydda með köflum og hiti nálægt frostamarki.
Á miðvikudag:
Breytilega átt með dálitlum éljum víða um land. Heldur svalara.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt með skúrum eða éljum um landið V-vert, en þurrt fyrir austan. Allvíða frostlaust á láglendi að deginum.
Spá gerð: 02.04.2020 20:02. Gildir til: 09.04.2020 12:00.