Bandaríkin leggja frá og með deginum í dag 2. apríl að jafnaði 10% tolla á innflutta vöru til Bandaríkjanna. Donald Trump tilkynnti þetta í Rósagarði Hvíta Hússins í kvöld. “Þetta er frelsisdagurinn; Liberation Day,“ sagði Donald Trump forseti.

Við munum falla undir 10% „base-tariff; 10% grunntoll. Við leggjum ofurtolla á til dæmis bíla frá USA en ekki er að sjá að okkur sé refsað. Fram kemur að Evrópusambandið leggur að jafnaði 39% tolla á vöru frá Bandaríkjunum en boðaður er 20% tollur á ESB. Kínverjar leggja að jafnaði 67% á bandaríska vöru og fá að jafnaði 34% toll.
VERKSMIÐJA HEIMSINS
Á 19. öld og fyrstu áratugum 20. aldar urðu Bandaríkin öflugasta framleiðsluríki veraldar þegar tollar voru innheimtir en engir tekjuskattar voru á almenning. Bandaríkin urðu ríkasta þjóð veraldar. Síðustu hálfa öld hefur mjög hallað undan fæti hjá Bandaríkjamönnum.
Tollar voru afnumdir og skattar á almenning uxu jafnt og þétt, þjóðarauður var fluttur úr landi, verksmiðjur voru fluttar úr landi og millistéttin hrundi. Skuldsetning Bandaríkjanna hófst jafnt og þétt, dollar var aftengdur gulli og lífskjör hafa hrunið. Skuldsetning Bandaríkjanna er ósjálfbær; 37Trilljónir dollara. Þjóðarauður USA lekur úr landi. Þessu ætlar forseti Bandaríkjanna að breyta.
Þegar hafa skattar verið afnumdir á yfirvinnu, þjórfé, lífeyri og örorkubætur. Alþjóðafyrirtæki boða stórfelldar fjárfestingar vestanhafs, stórir bílaframleiðendur og stálfyrirtæki, svo dæmi séu tekin. Tekjuskattar vestanhafs eru liðlega um 24% en umræðan snýst nú um að afnema tekjuskatta. Þetta er það sem Trump á við með „Make America Great Again.“ Upphaf iðnbyltingar var í Bretlandi sem varð ríkasta þjóð veraldar.

Á dögunum var síðasta stáliðjuveri landsins lokað í Scunthorpe og millistéttin er í sárum, stjórnmálastéttin hefur flutt inn ódýrt vinnuafl og bresk alþýða gerð að 2. flokks þegnum í eigin landi.
Lygaveita ríkisins var í miklu uppnámi í kvöld. Fréttamenn opinberuðu fordóma sína algerlega ófærir um hlutlæga umfjöllun eins og fyrri daginn og ratast ekki satt orð á munn. Ekki var sjón að sjá Toggu töff sem er ákveðin í að svindla Ísland inn í evrópska fátæktarkistu styrjalda og ofurskatta.