4.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 26. janúar 2023
Auglýsing

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir þriðja orkupakkann stórhættulegan

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
,,Með því að samþykkja hann er Ísland að af­sala sér full­veldi sínu“

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Miðflokk­ur­inn mun leggj­ast gegn samþykkt þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins. „Flokk­ur­inn samþykk­ir hvorki af­sal á full­veldi Íslend­inga yfir orku­auðlind­inni né fyr­ir­sjá­an­lega hækk­un á raf­orku­verði hér á landi,“ seg­ir í stjórn­mála­álykt­un vetr­ar­fund­ar flokks­ráðs flokks­ins sem fram fór að Garðaholti í Garðabæ þann 30. mars s.l.

Miðflokksmenn hafa verið áberandi með birtingar greina um Orkupakka 3 undanfarnar vikur og mótmæla harðlega innleiðingu hans.
Þessi mynd var m.a. birt á vefnum ,,Orkan okkar“ sem eru samtök andstæðinga Orkupakka 3. Þar má greinilega sjá að allir þingmenn Miðflokksins segja nei við Orkupakka 3. Og fyrir neðan er mynd sem að einnig birtist á síðunni en hún er af Sjálfstæðisflokknum og þar er búið að merkja við líklega afstöðu til Orkupakka 3, en þar er bara gert fastlega ráð fyrir að einn í þeim flokki segi nei við Orkupakka 3. En það er þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson sem hefur lýst andstöðu sinni.

Æskilegt að fara yfir EES samninginn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir þriðja orkupakkann fela í sér eftirgjöf valds til Evrópusambandsins og telur að mjög æskilegt sé að fara yfir EES samninginn og vill að málinu verði vísað aftur til EES nefndarinnar til þess að fá þar undanþágu.
Komið hefur fram í umræðunni að Ísland sé eyja langt frá orkumörkuðum í Evrópu og því engin aðili að þeim orkumarkaði og að á þeim grundvelli ætti að vera auðsótt mál að fá undanþágu ef að fyrir því væri einhver áhugi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra á Alþingi, á dögunum, um þriðja orkupakkann og hvort að hún væri sannfærð um að fyrirvararnir haldi sem að þingið hefur hugsað sér að setja inn í lögin.
Sigmundur Davíð lýsti því þá einnig yfir í Bítinu, að það væri tilgangslaust hjá ríkisstjórninni að setja inn einhverja fyrirvara, vegna þess að þeir munu ekki halda, heldur væri bara litið á þá, sem skoðanir ýmissa þingmanna og ráðherra en hefðu ekkert gildi.
Í þriðja orkupakkanum felst regluverk um flutning orku milli landa og um stofnun nýrrar orkustofnunar Evrópu (ACER) en  Sigmundur Davíð fór ítarlega yfir málið í ræðu sinnar á flokksráðfundi Miðflokksins og lýsti hann samningnum sem stórhættulegum fyrir íslendinga. Með því að samþykkja hann væri Ísland að af­sala sér full­veldi sínu.
Sigmundur Davíð hefur sagt að sér liði eins og þegar að Icesave málið kom upp, það væru sömu vinnubrögð varðandi þriðja orkupakkann, hér hefðu sprottið upp erlendir álitsgjafar og fyrirtæki með fé sem að væru að stýra umræðunni. Hugsanlega þyrfti að stofna samtök til þess að veita þessum öflum viðnám, líkt og gert var í Icesave málinu.

Katrín Jakobsdóttir sagði á Alþingi, varðandi þriðja orkupakkann, að íslendingar muni hafa áfram forræði yfir orkuauðlindum og að lagning sæstrengs verði ekki samþykktur nema með samþykki meirihluta Alþingis. En Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði þá m.a. að engir íslenskir fyrirvarar muni halda í þeim alþjóðasamningum sem að orkupakkinn mun falla inn í og benti á reynslu Noregs og Liechtenstein, máli sínu til stuðnings.