Í mars 2022 voru fyrirskipaðar hertar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla. Þetta var gert þar sem talið var að auknar líkur væru á að skæðar fuglaflensuveirur bærust til landsins vegna mikils fjölda tilfella í löndum þar sem íslenskir farfuglar hafa vetursetu eða viðkomu á leið til landsins. Þetta er í samræmi við viðbúnaðarstig 2 sem nánar er fjallað um neðar á þessari síðu.
Í apríl 2022 greindust fuglaflensuveirur af gerðinni H5 í villtum fuglum og einnig í heimilishænum á einum stað. Á sama tíma voru staðfestar skæðar fuglaflensuveirur (H5N1) í haferni sem fannst dauður í október 2021. Þá var viðbragðsáætlun Matvælastofnunar vegna alvarlegra dýrasjúkdóma virkjuð, sbr. viðbúnaðarstig 3 sem lesa má um hér að neðan.
Almennt um fuglaflensu
- Sjúkdómseinkenni
- Vöktun Matvælastofnunar
- Áhættumat
- Viðbúnaðarstig
- Leiðbeiningar um fuglahald í hænsnakofum/bakgörðum
- Hvað á að gera ef villtur fugl finnst dauður?
- Hvað á að gera ef veikur villtur fugl finnst í nærumhverfi manna?
-
Fleiri spurningar og svör
Umræða