Vegna niðurstöðu Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur vill stjórn Íslensku óperunnar koma eftirfarandi á framfæri:
Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í málinu og hefur þegar greitt stefnanda og öðrum söngvurum sýningarinnar í samræmi við niðurstöðu dómsins.
Jafnframt hefur ÍÓ átt frumkvæði að því að bjóða fulltrúum söngvara til samtals um hvernig nálgun í samningagerð við söngvara verði best komið í framtíðinni, svo ekki verði tilefni til óvissu né ágreinings. Stjórnin telur afar mikilvægt að söngvarar og Íslenska óperan snúi nú bökum saman um bestu nálgunina við samningagerðina. Vonast stjórnin til þess að viðræðurnar skili farsælli niðurstöðu og samkomulagi um ráðningarmál söngvara sem báðir aðilar geti verið sáttir við og byggt sameiginlega á til framtíðar.
Umræða