Ábending frá veðurfræðingi vegna óveðursins sem á að ganga yfir Norður- og Norðausturland í kvöld og í nótt. Veðurstofan er með í gildi gular eða appelsínugular veðurviðvaranir um allt land vegna þessa.
Eftirfarandi ábending barst frá veðurfræðingi: 3. júní kl 11:30
Auk hríðarveðurs norðan- og norðaustanlands er vakin athygli á sviptivindum suðaustanlands með NV-átt frá því í kvöld. Foráttuhvasst verður á milli Hafnar og Djúpavogs, en hviður yfir 30 m/s frá Eyjafjöllum og austur á Reyðarfjörð. Áfram hvasst á morgun.
Fyrirhugaðar lokanir á vegum:
Hringveginum (1) um Mývatns- og Möðrudalsöræfi verður lokað kl. 20:00 í kvöld vegna veðurs. Næstu upplýsingar koma kl. 09:00 í fyrramálið.
Hringveginum (1) um Öxnadalsheiði verður lokað kl. 22:00 í kvöld vegna veðurs. Næstu upplýsingar koma kl. 09:00 í fyrramálið.
Eins er líklegt að það verði gripið til lokana á Suðausturlandi, milli Skaftafells og Djúpavogs.