Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður fyrir kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Kolbeinn var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna.
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá því að Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður fyrir kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Kolbeinn var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna.
Héraðsdómur Reykjaness sýknaði Kolbein Sigþórsson fyrrverandi landsliðsmann í fótbolta, af ákæru um að hafa brotið kynferðislega á barnungri stúlku í sumarhúsi fyrir tveimur árum. Bótakröfu gegn Kolbeini var vísað frá.
Málið gegn Kolbeini var þingfest í lok janúar og aðalmeðferðin tók einn dag. Hún fór fram um miðjan maí og kom Kolbeinn ekki fyrir dóminn heldur tjáði sig um sakarefnið gegnum fjarfundabúnað.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu má það rekja til þess að fjölmiðlar höfðu komist á snoðir um ákæruna og hvenær aðalmeðferðin yrði. Kolbeinn vísaði fyrst og fremst til þess sem hann hafði áður sagt í skýrslutökum hjá lögreglu. Hann neitar sök.
Kolbeini er gefið að sök að hafa brotið gegn stúlkunni í júní fyrir tveimur árum og sagði saksóknari í ákærunni hann hafa nýtt yfirburði sína yfir henni.
Samkvæmt upplýsingum frá héraðsdómi var dómurinn fjölskipaður og er slíkt undantekning í málum eins og þessum. Dómurinn var skipaður tveimur embættisdómurum og sálfræðingi.“ Segir í frétt rúv.is