The Icelandic Wildlife Fund (IWF). er umhugað um náttúruvernd og umhverfismál, þar með talið að standa vörð um villta íslenska laxastofninn, sjóbleikju, sjóbirting og aðra ferskvatntsfiska í ám og vötnum Íslands. Samtökin vekja athygli á þeim hættum sem snúa að villta laxastofninum.
Þessi mynd hér að neðan er úr nýbirtri skýrslu norska Vísindaráðsins um laxinn sýnir glöggt hversu miklum skaða sjókvíeldi á laxi veldur á villtum laxastofnum. Efst er laxalús, eldislax sem sleppur er þar á eftir ásamt loftslagsbreytingum og svo eru ýmsar sýkingar úr sjókvíunum ofarlega á listanum.
Í skýrslunni segir að eftir mörg samfelld ár hnignunar hafi ástand norska villta laxins hafi aldrei verið jafn slæmt og það er nú
Sjókvíaeldi á iðnaðarskala hefur verið stundað um árabil í Noregi. Varað var við þessum afleiðingum fyrir mörgum árum en Norðmenn kusu að loka augum og eyrum frekar en að bregðast við.
Við vitum nákvæmlega hvað mun gerast hér á landi ef við ætlum að flytja inn þá afstöðu líka, rétt einsog við fluttum inn þessa úreltu og skaðlegu tækni við matvælaframleiðslu. Okkar einstaki villti laxastofn mun hverfa.