Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt eða hafgola og bjart með köflum, en skýjað að mestu sunnanlands. Víða þokubakkar við sjávarsíðuna í nótt og í fyrramálið. Stöku síðdegisskúrir inn til landsins. Hiti 14 til 19 stig að deginum, en svalara við ströndina. Svipað veður á morgun, kólnar lítillega, nema vestanlands.
Spá gerð: 03.08.2019 05:21. Gildir til: 04.08.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag (frídagur verslunarmanna) og þriðjudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað að mestu á landinu og dálitlir skúrir á víð og dreif. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands.
Á miðvikudag:
Fremur hæg breytileg átt og víða skýjað. Rigning af og til um landið sunnanvert, en úrkomulítið annars staðar. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Vesturlandi.
Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt 3-8, en 8-13 með austurströndinni. Skýjað og þurrt að kalla norðan- og austanlands, hiti 6 til 10 stig. Bjartviðri sunnan heiða, stöku skúrir síðdegis og hiti að 16 stigum.
Spá gerð: 03.08.2019 09:00. Gildir til: 10.08.2019 12:00.
Hugleiðingar veðurfræðings
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað að mestu á landinu og dálitlir skúrir á víð og dreif. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands.
Á miðvikudag:
Fremur hæg breytileg átt og víða skýjað. Rigning af og til um landið sunnanvert, en úrkomulítið annars staðar. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Vesturlandi.
Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt 3-8, en 8-13 með austurströndinni. Skýjað og þurrt að kalla norðan- og austanlands, hiti 6 til 10 stig. Bjartviðri sunnan heiða, stöku skúrir síðdegis og hiti að 16 stigum.
Spá gerð: 03.08.2019 09:00. Gildir til: 10.08.2019 12:00.
Hugleiðingar veðurfræðings
Ágætist hæð er rétt austur af landinu. Því er hægviðri á mest alls staðar, en hafgolan gæti komið inn um eða upp úr hádegi á mörgum stöðum. Bjart að mestu fyrir norðan, en eitthvað skýjaðra sunnan og suðvestanlands. Fremur hlýtt er í veðri og lítil sem engin úrkoma. Landsmenn eiga því áfram von á rólegu og útileguvænu veðri um helgina og fram á mánudag.
Umræða