Hugleiðingar veðurfræðings
Í kvöld verður suðlæg átt 5-10 m/s og skúrir, en 8-13 á Vestfjörðum. Lengst af þurrt á Norðausturlandi.
Á morgun verður suðlæg átt 3-8 m/s og stöku skúrir víða um land. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Snýst í vestlæga átt síðdegis og styttir upp á vestanverðu landinu.
Á þriðjudag gera spár ráð fyrir suðvestlægri átt. Skýjað vestanlands og sums staðar dálítil væta. Bjart að mestu eystra, en líkur á þoku á annesjum þar. Hiti breytist lítið. Spá gerð: 03.08.2025 15:27. Gildir til: 05.08.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Minnkandi suðvestanátt og skúrir, 5-10 m/s seint í kvöld. Lengst af þurrt og bjart um landið norðaustanvert.
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 á morgun og víða stöku skúrir.
Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.
Spá gerð: 03.08.2025 15:27. Gildir til: 05.08.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og stöku skúrir, einkum vestanlands. Hiti 9 til 18 stig yfir daginn, hlýjast eystra.
Á miðvikudag:
Suðlæg átt 3-8, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hvessir með rigningu suðvestanlands síðdegis. Hiti 8 til 14 stig.
Á fimmtudag:
Breytileg átt 3-10 og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla á Norðausturlandi. Hiti 8 til 13 stig.
Á föstudag og laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt og væta með köflum norðanlands. Þurrt sunnan heiða en líkur á stöku síðdegisskúrum þar. Hiti 9 til 16 stig.
Spá gerð: 03.08.2025 08:13. Gildir til: 10.08.2025 12:00.

