Klukkan ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi í Garðabæ. Brotist var inn í þrjár geymslur og stolið verðmætum úr einni geymslunni. Þá barst lögreglunni tilkynning um húsbrot/ þjófnað í Kópavogi upp úr klukkan tvö í nótt. Tilkynnt var um mann sem fór inni um ólæstar dyr á heimili og stal þar yfirhöfn og síma.
Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og munum skilað til eiganda. Maðurinn var færður á lögreglustöð og síðan vistaður sökum ástands / fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Umræða