Neytendasamtökin undirbúa kærur á hendur Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum vegna ógegnsærra vaxtaákvarðana. Rúmlega 1.100 lántakendur vilja taka þátt í málaferlum samtakanna, að því er fram kemur hjá rúv.is.
Neytendasamtökin hófu undirbúning í vor á að vekja athygli á meintu ólögmæti skilmála og framkvæmdar á útlánum með breytilegum vöxtum.
Samtökin hafa undirbúið málsókn á hendur bönkunum á síðustu mánuðum og segir Breki Karlsson, formaður samtakanna, að verið sé að vinna úr gögnum sem þau óskuðu eftir frá bönkunum.
Um 1.100 lántakendur hafa skráð sig á síðu samtakanna þar sem kallað er eftir málum til að leggja fyrir dóm, og málin eru orðin rúmlega fjögur þúsund.
Umræða