8.8 C
Reykjavik
Sunnudagur - 5. febrúar 2023
Auglýsing

Menn brutust inn í húsbíl

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Talsverður erill hjá LRH í nótt og mikið af ölvunartengdum minniháttar málum, hér er samantekt yfir nokkur mál.
 • 23:56    Ekið var utan í bifreið og fór ökumaður svo á brott á sinni bifreið án þess að gefa upplýsingar um sig eða gera viðvart um tjónið. Málið í rannsókn.
 • 00:57 Tilkynnt um mann sem hafði ráðist á dyraverði í miðbænum. Þegar lögregla kom hann á staðinn streittist hann á móti handtöku og þurfti að vista hann í fangaklefa vegna ástands. Málið er í rannsókn en hann er grunaður um að hafa tekið dyravörð skemmtistaðarins hálstaki.
 • Fjórir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þeir allir lausir úr haldi að sýnatöku lokinni.
 • 02:58 Tilkynnt um ofurölvi manneskju í miðbænum. Eftir ítrekaðar tilraunir til að koma viðkomandi til síns heima var brugðið á það ráð að leyfa viðkomandi að gista í fangaklefa þangað til hægt væri að koma aðilanum heim.
 • 03:01 Aðili handtekinn grunaður um hótanir en hann hafði ítrekað komið við sögu lögreglu um kvöldið. Hann vistaður í klefa í þágu rannsóknar málsins.
 • Óvenju margar tilkynningar um ofurölvi fólk og vandræði vegna ölvunar.
 • 01:00 Ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Laus að sýnatöku lokinni.
 • 02:35 Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Í ljós kom að ökumaður er án gildra ökuréttinda.
 • 02:24 Tveir menn handteknir fyrir að brjótast inn í húsbíl og halda þar til. Mennirnir höfðu skemmt húsbílinn og var tjónið umtalsvert. Báðir mennirnir handteknir á vettvangi.
 • 03:09 Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Laus eftir hefðbundið ferli.
 • Talsvert af minniháttar málum.