Helsta í fréttum frá LRH 17:00-05:00
Alls voru 82 mál skráð hjá lögreglu, flest þeirra aðstoðarbeiðnir, tilkynningar um aðila í annarlegu ástandi og hávaðakvartanir.
Lögreglustöð 1 Austurbær Vesturbær Miðborg Seltjarnarnes
Lögreglu barst tilkynning um aðila sem væri liggjandi við hlið rafhlaupahjóls, tilkynnandi sagði manninn kaldann með skerta meðvitund. Aðilinn fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.
Tilkynnt til lögreglu að ávana- og fíkniefni hefðu fundist, fíkniefnin höfðu verið grafin í háu grasi undir tré eftir að óþjálfaður hundur hafi þefað þau uppi í göngu með eiganda sínum. Fíkniefnin haldlögð af lögreglu.
Lögreglumenn við umferðareftirlit sáu hvar bifreið var kyrrstæð í hverfi 105. Sáu þeir hvar maður hélt á barni, barnið hafði klemmt sig á fingri og hlotið talsverð meiðsli af. Lögreglumenn tóku ákvörðun um að aka barni ásamt foreldri á slysadeild til frekari aðhlynningar.
Aðili handtekinn grunaður um ölvun við akstur, hefðbundið ferli hjá lögreglu.
Aðili handtekinn grunaður um líkamsárás. Málið í rannsókn hjá lögreglu.
Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir ávana- og fíkniefnum, við eftirgrennslan reyndist ökumaður einnig vera sviptur ökuréttindum. Hefðbundið ferli hjá lögreglu.
Lögreglustöð 3 Kópavogur Breiðholt
Tilkynnt um aðfinnsluvert aksturslag á Reykjanesbraut, bifreiðin fannst ekki.
Tilkynnt um slagsmál í hverfi 111. Málið í rannsókn hjá lögreglu.
Ökumaður handtekinn grunaður um ölvun við akstur, við uppflettingu í lögreglukerfi reyndist ökumaður einnig vera sviptur ökuréttinda. Hefðbundið ferli hjá lögreglu.
Tilkynnt um hugsanlegt innbrot í hverfi 112. Þá var búið að reyna spenna upp glugga á húsnæðinu. Málið í rannsókn hjá lögreglu.
Stöð 2 – Hafnarfjörður Garðabær
Tilkynnt um mann til vandræða á skemmtistað í hverfi 220. Aðilinn neitaði að segja til nafns og var að lokum kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt Hafnarfjarðar og vistaður vegna ástands síns.
Tilkynnt um nágrannaerjur í hverfi 220.
Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 109. Þá hafi verið ekið á aðila á hlaupahjóli. Ekki vitað um eignartjón né slys á fólki á þessu stigi málsins.
Stöð 4 – Grafarvogur Árbær Mosfellsbær
Ökumaður handtekinn grunaður um ölvun við akstur, hefðbundið ferli hjá lögreglu.
Þá var ökumaður stöðvaður í akstri eftir eftirför lögreglu. Ökumaður bifreiðarinnar grunaður um akstur undir ávana- og fíkniefna, handtekinn og fluttur á lögreglustöð til vistunnar.
Aðili handtekinn grunaður um eignarspjöll. Málið í rannsókn hjá lögreglu.