Lögreglan hefur mál til rannsóknar er varðar mannslát á Ólafsfirði síðastliðna nótt. Gerð hefur verið krafa um gæsluvarðhald yfir þremur aðilum er hafa stöðu sakbornings í málinu en úrskurður liggur ekki fyrir.
Auk hins látna var einn aðili á vettvangi með áverka og fékk hann aðhlynningu á sjúkrahúsi. Vettvangsrannsókn er lokið og hefur verið farið fram á réttarkrufningu yfir hinum látna.
Rannsókn málsins er í fullum gangi og miðar að því að upplýsa málsatvik. Lögregla telur sig hafa þá í haldi sem eru viðriðnir málið.
Þá viljum við minna á hjálparsíma Rauða krossins 1717 sem alltaf er opinn.
Umræða