Upp úr klukkan fimm í gær var óskað eftir aðstoð lögreglu í Laugardal, en þar hafði hundur stokkið á skokkara og bitið hann í lærið.
Skokkarinn hlaut minniháttar áverka og verður MAST tilkynnt um atvikið. Þá var jafnframt óskað aðstoðar vegna þjófnaðar í sama hverfi, en þar hafði fartölvu verið stolið frá hótelgesti. Þjófurinn og tölvan fundust ekki. Þetta er meðal atburða sem eru skráðir í dagbók lögreglu.
Umræða